Kunnátta ehf.

Tækniþjónusta fyrir skóla

Við búum yfir áralangri reynslu þegar kemur að tækni í skólakerfinu

Reynsla

Við erum með yfir 10 ára tæknireynslu í skólum

Ráðgjöf

Við þjónustum skóla varðandi upplýsingatækni

Þjónusta

Við erum kennurum til halds og trausts

Hvaða þjónustu bjóðum við upp á?

Við bjóðum upp á margvíslega þjónustu þegar kemur að eflingu stafrænna kennsluhátta í skólum. Við erum með margra ára reynslu í að innleiða nýja kennsluhætti, setja upp kerfi og viðhalda þeim ásamt persónulegri kennsluráðgjöf.

Kennsluráðgjöf

Við veitum kennsluráðgjöf til kennara og stjórnenda

Persónuleg þjónusta

Fljót og góð þjónusta er eitt af aðalsmerkjum okkar

Umsýsla kennslukerfa

Við sjáum um uppsetningu, stillingar og rekstur kerfa

Heimasíðugerð

Byggjum fyrsta flokks heimasíður fyrir skóla

Námskeið og fræðsla

Mikið úrval af námskeiðum sem nýtast í námi og starfi

Ráðgjöf

Við veitum ráðgjöf varðandi flest sem snýr að tækni í skólum

Skólastarf til framtíðar.

Að breyta kennsluháttum er yfirgripsmikið verkefni og þar getur tæknin hjálpað mikið til. Nemendur okkar þurfa m.a. að tileinka sér: aðlögunarhæfni, tæknilæsi og stafræna hæfni, nýsköpun, fjölmiðlalæsi, tilfinningagreind og félagslega hæfni ásamt öðrum þáttum. Með skýrri stefnu í innleiðingu verða breytingar auðveldari í framkvæmd heldur en ella.

Kennsluráðgjöf

Stór þáttur í því að auka við tækni í skólastarfi er að veita kennurum og stjórnendum aðgang að fyrsta flokks ráðgjöf aðila sem hafa þekkingu á ferlinu. Ráðgjafar okkar hafa mikla reynslu í að aðstoða starfandi kennara við að innleiða tæknina í sína kennslu.

Kerfisumsjón

Til að halda úti framsæknu skólakerfi er nauðsynlegt að kennarar hafi í sínum höndum aðgang að því besta sem er í boði. Fjölmörg kennslukerfi eru til sem hægt er að taka upp og sníða að þörfum hvers og eins. Við komum með tillögur og setjum upp og stýrum þeim kerfum sem ákveðið er að nota.

Námskeið í boði

Í gegnum starf okkar höfum við haldið fjöldann allan af námskeiðum og málstofum um allt land. Frá námskeiðum um kerfisumsjón til námskeiða um stuðning við nemendur með tækni. Við einbeitum okkur alltaf af því að skila af okkur efni sem kennarar geta notað beint í sína kennslu.

Samþætting tækninnar við skólastarf hefur margvíslega kosti í för með sér sem efla bæði nám og kennslu. Með tækninni er hægt að nálgast mikið af stafrænum auðlindum, svo sem kennsluforritum, gagnvirka leiki og gagnasöfn sem auðga námsefnið og gera námsefnið fjölbreyttara. Tæknin auðveldar einnig einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur geta lært á sínum hraða og á þann hátt sem hentar best þeirra námsstíl. Mikilvægt er að með notkun tækninnar séu nemendur undirbúnir fyrir hinn stafræna heim og búi yfir nauðsynlegri tæknikunnáttu sem er nauðsynleg til að ná árangri í námi og starfi í framtíðinni.

Kunnátta

Er fyrirtæki sem býður skólum og sveitarfélögum upp á fyrsta flokks skólaþjónustu þegar kemur að tækjaumsjón og tækniinnleiðingu í skólastarfi. Við búum yfir mikilli þekkingu á sviði upplýsingatækni í skólum og kennsluráðgjöf. Við vitum hvað þarf til að efla tækni í skólum og hvaða verkfæri kennarar og nemendur þurfa til að auka veg tækninnar í námi og kennslu

Allt hefst með því að þú hefur samband við okkur!

Fyllið út formið hér til hægri til að senda okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og kostur er.

899 3355 – Bergmann


860 2064 – Hans Rúnar

kunnatta@kunnatta.is