Kennsluráðgjöf Kunnáttu

Við búum yfir mikilli reynslu þegar kemur að því að veita kennurum stuðning við notkun tækni í kennslu. Við leggjum áherslu á að veita persónulega ráðgjöf og aðstoð, sem gerir kennurum kleift að nýta sér nýjustu tæknina á skilvirkan og árangursríkan hátt í kennslustofunni.

Persónuleg
aðstoð

Við höfum mikinn metnað fyrir því að öll okkar aðstoð sé persónuleg og aðgengileg með sem stystum biðtíma

mikil
Reynsla

Hafandi starfað við kennsluráðgjöf síðustu 5 árin höfum við góða hugmynd um hvað virkar og hvað ekki í skólastarfinu

Framúrskarandi þjónusta

Við leggjum okkur fram við að mæta hverjum og einum á þeirra forsendum þegar kemur að innleiðingu tækninnar í skólastofunni

Fagleg
Nálgun

Í gegnum árin höfum við komið okkur upp ákveðnum vegvísum sem við förum eftir þegar verið er að byggja upp tækniþekkingu starfsfólks

Tækniþekking í skólastarfinu

Markmið okkar er að tækninýting í skólastarfi verði jafn sjálfsögð og eðlilegur hluti af námi og kennslu og notkun blaðs og blýants var áður. Í heimi þar sem tæknin er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi, er mikilvægt að nemendur öðlist þá grundvallarhæfni sem nauðsynleg er til að ná tökum á tækninni.

  • Upplýsinga- og miðlalæsi

  • Ábyrg netnotkun

  • Upplýsingatækni stuðlar að jafnrétti í námi

Fyrir kennarann

Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á nýjustu lausnirnar og veita viðeigandi þjálfun í þeim fyrir starfandi kennara, til að tryggja að þeir geti nýtt sér tæknina sem áhrifaríkt verkfæri í náms- og kennsluferlinu

Fyrir nemandann

Nútíma skólastarf á að bjóða nemendum upp á lausnir sem nýtast þeim strax og byggja jafnframt upp mikilvæga færni fyrir framtíðina, undirbúningur sem þessi getur verið lykill að áframhaldandi árangri

Fyrir nemandann

Nútíma skólastarf á að bjóða nemendum upp á lausnir sem nýtast þeim strax og byggja jafnframt upp mikilvæga færni fyrir framtíðina, undirbúningur sem þessi getur verið lykill að áframhaldandi árangri

fyrir skólastofuna

Lausnirnar sem við innleiðum munu strax gagnast bæði nemendum og kennurum með því að styrkja bæði nám og kennslu með hjálp tækninnar

Allt hefst með því að þú hefur samband við okkur!

Fyllið út formið hér til hægri til að senda okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og kostur er.

899 3355 – Bergmann


860 2064 – Hans Rúnar

kunnatta@kunnatta.is