Námskeið í boði hjá Kunnáttu

Google fyrir kennarann

Farið verður í grunnforrit Google Workspace og hvernig þau nýtast starfandi kennurum til að einfalda utanumhaldið

Google Classroom

Hvernig virkar Classroom og hvernig nýti ég það til að auðvelda mér skipulagið í kennslunni

Dýpra með Google

Framhaldsnámskeið fyrir þá sem komnir eru með grunn í Google kerfinu. Fleiri lausnir fyrir kennarann í starfi.

Námsmat með Google

Boðið er upp á að setja upp og smíða námsmatsskjal með Google Sheets. Kennsla á kerfið fylgir með

Google fyrir fyrirtæki

Hvernig nýtist Google okkur? Tölvupóstur og skipulag. Lifandi skjöl á heimasíðum, Automation og margt fleira

Nemendur og stuðningur

Hvernig nýtist tæknin til að aðstoða nemendur sem þurfa á því að halda. iPad og Chromebooks

Myndbandagerð

Farið í hvernig við gerum kennslumyndbönd, Hvaða verkfæri eru í boði til að aðstoða okkur við myndbandagerð.

Upptökur nemenda

Hvaða tæki er gott að skólinn eigi og hvernig við notum mismunandi hljóðnema, síma til upptöku. Klippingar á efni, GreenScreen og margt fleira.

Seesaw

Farið verður í hvernig Seesaw kerfið virkar, hvernig við búum til verkefni og sendum til nemenda, hvernig við stillum Seesaw þegar við búum til bekki o.fl.

Nearpod

Hvað er Nearpod og hvernig virkar forritið. Hvernig búum við til verkefni út frá gömlum glærum. Hvernig notum við gagnvirknina í forritunum til að styðja við nám nemenda.

Spurningaleikir

Við munum skoða saman og prófa okkur áfram með Kahoot, Quizizz og Quizlet. Mikið af nýjungum hafa verið settar upp í þessum forritum á síðustu árum sem nýtast frábærlega í kennslustofunni

Stærðfræðin og tæknin

Við munum skoða það helsta sem verið er að nota þegar kemur að stærðfræðikennslu á öllum aldri. ThatQuiz, Classkick og helstu iPad öpp verða m.a. til skoðunar

Sköpun með tækni

Við förum í Canva for Education og lærum á helstu hluta þessa frábæra forrits. Hvernig geta nemendur og kennarar nýtt Canva til að skapa og skila af sér verkefnum.

Forritun með tækjum

Við lærum að forrita Dash vélmennin, Sphero kúlurnar og skoðum þau forrit sem helst er verið að nota til að forrita í iPad eins og Osmo og fleiri góð forrit

Þrívíddarprentun

Hvaða forrit getum við notað með nemendum, hvernig virka þau og hvað er hægt að gera. Hvernig getur kennari unnið með nemendum og skilað af sér afurð með þrívíddarprentun

Allt hefst með því að þú hefur samband við okkur!

Fyllið út formið hér til hægri til að senda okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og kostur er.

899 3355 – Bergmann


860 2064 – Hans Rúnar

kunnatta@kunnatta.is