Persónuleg þjónusta

Við erum meðvitaðir um það að þegar verið er að innleiða tækni í skólastarfið skiptir það öllu máli að vel sé stutt við kennarana í öllu ferlinu. Því kappkostum við að bjóða upp á persónulega þjónustu við þá skóla sem eru á okkar vegum. Við höfum þróað einfalt og þægilegt kerfi til að vera í sambandi þegar aðstoðar er þörf og hefur það reynst vel í þeim skólum sem nota það.

Skjót og góð þjónusta

Það skiptir höfuðmáli fyrir kennarann að hann geti fengið aðstoð eins fljótt og kostur er. Með því að nýta þær lausnir sem við bjóðum upp á getum við leyst úr vandamálum kennarans hratt og örugglega.

Endurmenntun á forsendum kennarans

Við bjóðum upp á námskeið, fyrirlestra og myndbandskúrsa sem kennarar geta tekið á sínum hraða og þegar þeim hentar.

Persónuleg tengsl

Til að innleiðingin gangi sem best fyrir sig er nauðsynlegt að kennarinn upplifi sig öruggan í ferlinu. Við leggjum mikinn metnað í að mæta hverjum og einum á þeirra forsendum. Það er grunnurinn að árangri að okkar mati.

Þekking kennara er lykilatriðið

Allt of margir skólar fara af stað í tækni-innleiðingu án þess að huga að því að byggja upp þekkingu meðal starfsfólks. Það er ekki nóg að kaupa bara inn tæki og setja inn í skólana. Til þess að árangur náist er nauðsynlegt að kennarar fái viðeigandi fræðslu og aðstoð við að komast af stað með að nýta tæknina til náms og kennslu. Þar kemur sérþekking Kunnáttu til sögunnar.

Allt hefst með því að þú hefur samband við okkur!

Fyllið út formið hér til hægri til að senda okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og kostur er.

899 3355 – Bergmann


860 2064 – Hans Rúnar

kunnatta@kunnatta.is