Námsleikir Kunnáttu

Kunnátta hefur búið til fjölmarga leiki og lausnir til að nota í skólastarfinu. Hér getur þú séð hvaða lausnir við höfum gert fyrir nemendur. Við höfum búið til netleiki sem spilast í hvaða tæki sem er ásamt því að forrita öpp fyrir iPad

Verbgame

Vefleikur sem æfir nemandann í óreglulegum sögnum í ensku. Þú hefur um nokkur borð og erfiðleikastig að velja og átt að setja inn réttar kennimyndir sagna.

Sterkar sagnir

Vefleikur þar sem nemandinn á að setja inn réttar kennimyndir af sterkum íslenskum sögnum.

Orðarugl

Nemandinn velur sér flokk og fær orðið ruglað og á að skrifa það rétt. Stig eru gefin fyrir hvert orð sem skrifað er rétt

Orðarugl

Er app sem ætlað er að efla orðaforða nemenda á öllum aldri. Í appinu eru fjölmargir flokkar orða með mismunandi erfiðleikastigum sem tryggir að hægt er að spila leikinn aftur og aftur

Stafarugl Snjallkennslu

Er einfalt app sem ætlað er í orðavinnu með nemendum. Appið býr til flísar úr stöfum þess orðs sem sett er inn í það og nemandinn getur fært stafina og búið til ný orð.

Keyword

Er app sem ætlað er að auka við enskan orðaforða nemenda á öllum aldri. Nemendur setja inn orð og reyna svo að búa til eins mörg orð úr stöfunum og hægt er. Orðin safnast saman og hægt er að fá skýringu á hvað orðið þýðir