Ráðgjöf fyrir skóla

Ráðgjöf fyrir skóla

Við skiljum mikilvægi þess að menntastofnanir séu í fremstu röð þegar kemur að notkun nýjustu tæknilausna til að auðga nám og kennslu. Við veitum skólum og sveitarfélögum sérsniðna ráðgjöf sem gerir þeim kleift að innleiða og nýta tæknina á áhrifaríkan hátt

Við erum ykkur til aðstoðar

Við erum ykkur til aðstoðar

Val á viðeigandi hugbúnaði og forritum getur haft úrslitaáhrif á gæði kennslu. Við veitum ráðgjöf um val, kaup og innleiðingu á náms- og kennsluforritum sem eru viðurkennd, örugg og hafa sannað gildi sitt í menntaumhverfinu

  • Veitum skólum sérsniðna ráðgjöf um val og innleiðingu á nútímatækni í kennslustofum til að hámarka námsárangur

  • Aðstoðum við ákvörðunartöku um hagkvæm kaup á tækjum og forritum, með áherslu á árangur og langtímanotkun

  • Bendum á bestu framkvæmdarnar fyrir öryggi tæknilausna og vernd persónuupplýsinga í skólum

Ráðgjöf um lausnir

Okkar ráðgjöf, ykkar ávinningur

Við bjóðum upp á ítarlega ráðgjöf varðandi bestu aðferðirnar til að samþætta tækni í kennslu, með það að markmiði að hvetja til skapandi og gagnrýninnar hugsunar meðal nemenda. Við hjálpum skólum að velja og innleiða kennslutæki sem eru aðgengileg, notendavæn og stuðla að virkri þátttöku nemenda.

Við veitum margskonar ráðgjöf til skóla og sveitarfélaga

Við veitum margskonar ráðgjöf til skóla og sveitarfélaga

Að velja réttu tækin fyrir nemendur er stórt atriði til að ná árangri með tækninotkun í kennslu. Við hjálpum skólum að greina þörf og getu nemenda til að mæla með hentugustu tækjunum sem styðja við nám þeirra

Nemendatæki

Við veitum ráðgjöf varðandi annan búnað sem skólar vilja fjárfesta í, hvort sem það er upptökubúnaður, búnaður í list- og verkgreinakennslu eða til forritunar höfum við þekkingu og reynslu á því hvað er verið að nota í skólum landsins

Búnaður

Val á viðeigandi hugbúnaði og forritum hefur mikil áhrif á gæði kennslu. Við veitum ráðgjöf um val, kaup og innleiðingu á náms- og kennsluforritum sem eru viðurkennd, örugg og hafa sannað gildi sitt í menntaumhverfi

Kaup á forritum

Auk nemendatækja, er mikilvægt að hafa viðeigandi tækni í kennslustofunni sem kennarar geta nýtt sér. Við ráðleggjum um úrval og uppsetningu á tækjum sem henta best hverju námsumhverfi

Skólastofan

Að velja rétt kerfi fyrir skólastarfið, hvort sem er fyrir námsstjórnun, samskipti eða öryggismál, er grundvallaratriði. Við styðjum við ákvarðanatökuna með því að veita yfirsýn yfir bestu lausnirnar sem eru í boði og hvernig hægt er að innleiða þær í skólann ykkar

Kerfi í skólastarfi

Við veitum ráðgjöf um hagkvæmastu og árangursríkastu leiðina til að fjárfesta í tækni og hugbúnaði. Með því að greina kostnað og ávinning af mismunandi tæknilausnum, tryggjum við að skólar fái sem mest út úr fjárfestingu sinni

Fyrir stjórnendur

Allt hefst með því að þú hefur samband við okkur!

Fyllið út formið hér til hægri til að senda okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og kostur er.

899 3355 – Bergmann


860 2064 – Hans Rúnar

kunnatta@kunnatta.is