Sérfræðingarnir okkar

Hér finnur þú þá sérfræðinga sem Kunnátta hefur búið til fyrir náttúrufræði í elstu bekkjum grunnskóla. Sérfræðingarnir okkar eru þér til halds og trausts og til að spjalla við um námsefnið.

Líf líffræðingur

Hún Líf okkar sérhæfir sig í líffræði og því er mjög gott að tala við hana um allt námsefni í líffræði á unglingastigi.

Eðvarð eðlisfræðingur

Eðvarð er alveg frábær í eðlisfræði og það er mjög gott að leita til hans varðandi námið í eðlisfræðinni.

Efemía efnafræðingur

Hún Emefía er búin að gleyma meiru um efnafræði en flest okkar geta nokkurn tímann munað. Þið komið ekki að tómum kofunum hjá henni.

Náttúrufræði í nýjum heimi

Með því að veita nemendum okkar aðgang að nýjustu tækni og gefa þeim tækifæri á að viðra hugmyndir sínar og svala forvitninni, teljum við að þeir nái betri tengingu við námsefnið.

Við bjuggum því til nokkur spjallmenni sem hafa góðan gagnagrunn í námsefni nemendanna til að leita í þegar þeir vilja. Með því að nálgast námsefnið sem spurt og svarað í stað þess að lesa eingöngu texta vonumst við til að vekja áhuga og auka virkni og þekkingu nemenda

Bergmann og Hans Rúnar

Eigendur Kunnáttu

Allt hefst með því að þú hefur samband við okkur!

Fyllið út formið hér til hægri til að senda okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og kostur er.

899 3355 – Bergmann


860 2064 – Hans Rúnar

kunnatta@kunnatta.is