Um okkur
About Us
Kunnátta var stofnuð árið 2024 til að mæta þörfum skólasamfélagsins þegar kemur að tækni í skólastarfi. Með örri þróun tækninnar teljum við að skólar og sveitarfélög muni hagnast á því að geta leitað til sérfræðinga í tæknimálum skóla. Kunnátta er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skólamálum.

Bergmann Guðmundsson
Real-life strategy to reach your goals.
Bergmann Guðmundsson starfar sem verkefnastjóri við Giljaskóla á Akureyri og hefur starfað sem grunnskólakennari síðan 1996. Hann er Google Certified Teacher 1 og 2, auk þess að vera Google Innovator.
Bergmann hefur verið ákaflega duglegur að þróa nýstárlegar lausnir fyrir skólastarf á síðustu árum s.s. orðaleikja-öpp fyrir kennslu. Hann hefur einnig búið til fjölmörg próf í Google Forms, sem sparar kennurum bæði tíma og pappír. Bergmann er þekktur fyrir að nýta tæknina til að bæta og einfalda skólastarf.
Hans Rúnar Snorrason
Real-life strategy to reach your goals.
Hans Rúnar Snorrason er verkefnastjóri UT við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1997. Hann er með vottun sem Google Certified Teacher 1 og 2, og var með þeim fyrstu sem innleiddi Google í skólastarf á Íslandi.
Hans Rúnar hefur einnig tekið þátt í endurskoðun hæfnimarkmiða upplýsingatæknihluta Aðalnámskrár grunnskóla.
Hans Rúnar er einn af stofnendum Eymennt menntabúðanna og hefur verið virkur þátttakandi í þeirri starfsemi frá upphafi.


Íslensku mennta-verðlaunin 2024
Bergmann og Hans Rúnar hlutu hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 5. nóvember. Í umsögn um framlag þeirra segir meðal annars að þeir hafi verið einstakar fyrirmyndir í notkun á rafrænum verkfærum sem gera líf nemenda, foreldra og skólafólks auðveldara og skilvirkara.