Kunnátta hefur þróað fjölmargar lausnir og leiki fyrir skólastarf

Ásamt því að sinna ráðgjöf þróar Kunnátta hugbúnað og námsleiki fyrir skóla. Á þessari síðu er að finna yfirlit yfir þær lausnir og leiki sem fyrirtækið hefur þróað.

Viskubrunnur.net – Gervigreind fyrir kennara

Verkfæri

Eins og að hafa aðstoðarkennara sem hjálpar til við að búa til verkefni

Aðstoðarmenn

Spjallmenni til að ræða við um starfið, hjálpa til og fá hugmyndir í kennslunni

Gagnasérfræðingur

Les greinar og skýrslur og svarar spurningum úr þeim. Býr til prófspurningar og fleira

Myndasköpun

Býr til flottar myndir eftir pöntun, bara að velja stíl og tegund og þú færð það sem þú biður um

Námsleikir Kunnáttu

Kunnátta hefur búið til fjölmarga leiki og lausnir til að nota í skólastarfinu. Hér getur þú séð hvaða lausnir við höfum gert fyrir nemendur. Við höfum búið til netleiki sem spilast í hvaða tæki sem er ásamt því að forrita öpp fyrir iPad

Gervigreind Kunnáttu

Sérhönnuð lausn fyrir skóla

Með því að vera með aðgang að Gervigreind Kunnáttu geta skólar boðið nemendum sínum upp á öruggt umhverfi til að læra á nýtingu gervigreindar í leik og starfi.

Arnrún
Einstaklingsstundaskrá

Einföld og þægilegt leið fyrir kennara til að búa til einstaklingsstundaskrá fyrir nemendur sem þess þurfa. Einfaldar samskiptin milli nemanda og kennara og er til staðar í tæki nemenda en ekki fyrir allra augum.